Phil Mickelson styrktaraðili CareerBuilder Challenge í stað Bill Clinton
Phil Mickelson hefir gert nánast allt á þeim 24 keppnistímabilum, sem hann hefir spilað á PGA Tour, en í ár hverfur hann til glænýrra verkefna, þ.e. að vera gestgjafi móts.
PGA Tour hefir gefið út þá fréttatilkynningu að Mickelson muni verða gestgjafi CareerBuilder Challenge mótsins, 2017, en það er staða sem mikill áhugamaður um golf og fyrrum forseti Bandaríkjanna Bill Clinton gegndi áður.
Skv. fréttatilkynningu frá PGA Tour mun Mickelson „kynna mótið og taka þátt í allskyns starfsemi meðan á mótinu stendur.“
Mickelson mun stíga í býsna stór spor, þegar hann tekur við að fyrrum Bandaríkjaforseta Bill Clinton.
„Mér hefir þótt vænt um tækifærið sl. 5 ár að taka þátt í f.h. Clinton Foundation í þessu sögufræga móti sem heiðrar arfleifð starfs Bob Hope í Coachella dalnum,“ sagði Clinton.
Auðvitað er upprunalega gestgjafi mótsins sem haldið var í Palm Springs hinn goðsagnakenndi Bob Hope, en Phil er ánægður með að taka við.
„Ég er mjög spenntur fyrir að takast á hendur hlutverk sendiherra mótsins og hlakka til að gera það sem ég get til þess að hjálpa til við áframhaldandi vöxt CareerBuilder Challenge,“ sagði Mickelson. „Fjölskylda okkar elskar svæðið og við eigum heimili í Coachelle dalnum, þannig að þetta hentar mér vel.„
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
