Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 31. 2014 | 10:45

Phil Mickelson sætir rannsókn vegna innherjaviðskipta

Um alla golffréttamiðla þessa stundina eru fréttir um að kylfingurinn vinsæli Phil Mickelson sæti nú rannsókn ásamt tveimur öðrum William „Billy“ Walters sem er þekktur veðmálaspekúlant og Carl Icahn fjárfestis, vegna ólögmætra innherjaviðskipta í tveimur ótengdum verðbréfaviðskiptum.

Að svo komnu sætir málið  rannsókn FBI og embættis Eftirlits með verðbréfaviðskiptum (ens.  Securities and Exchange Commissioner) en enginn af ofangreindum aðilum hefir verið kærður fyrir brot.

Lögmaður Mickelson, Glenn Cohen, vísar því reyndar á bug í Wall Street Journal að skjólstæðingur sinn sé eitthvert sérlegt andlag rannsóknarinnar.

Þess mætti geta á milljarðamæringurinn Carl Icahn, 78 ára, á að baki 50 ára flekklausan feril á Wall Street og þetta er í fyrsta sinn sem Phil kemst í fréttirnar fyrir að vera hugsanlega bendlaður við innherjaviðskipti.

Hér má sjá frétt og myndskeið Golfchannel fréttastöðvarinnar um málið SMELLIÐ HÉR: