Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 8. 2012 | 15:00

Phil Mickelson og 4 aðrir hlutu inngöngu í frægðarhöll kylfinga – seinni grein

Það voru 5 sem hlutu inngöngu í Frægðarhöll kylfinga í gær: Phil Mickelson, golffréttamaðurinn Dan Jenkins, kylfingurinn og golffréttaskýrandinn í sjónvarpi, Peter Alliss, skoski kylfingurinn Sandy Lyle og LPGA kylfingurinn fv. Hollis Stacy.

Hér fyrr í dag (í fyrri grein) hefir í stuttu verið gerð grein fyrir broti úr þakkarræðu Mickelson.

Hér má sjá myndskeið með þakkarræðum allra nýju Frægðarhallarkylfinganna 5:  VÍGSLA Í WORLD GOLF HALL OF FAME 7. MAÍ 2012

Það voru Dan Jenkins og Peter Alliss m.a. sem komu með húmorinn við vígsluathöfnina í Frægðarhöll kylfinga í gær.  Dan Jenkins er 3. golffréttamaðurinn sem kemst í frægðarhöllina, en sá fyrsti sem valinn er í hana í lifanda lífi.  Hann (Jenkins) þakkaði svo fyrir sig:

„Ég er sérlega ánægður með að vera tekinn inn (í Frægðarhöllina) í lóðréttu formi þ.e.a.s. uppistandandi.” (Ens.:„I´m particularly pleased to be taken in as a vertical human.”

Jenkins rifjaði upp allt annað tímaskeið golfsins þegar ekki var svona mikið bil milli toppkylfinganna og fréttamannanna. Hann sagði að hann hefði skrifað um 93 félaga Frægðarhallarinnar og hefði drukkið með 47 þeirra og spilað golf með 24 þeirra, flesta hringina með þeim kylfingi sem hann leit mest upp til, Ben Hogan.

Hann sagði að besta og stærsta stundin myndi líklega verða jarðaför hans og hann væri þegar búinn að velja hvað standa ætti á legsteini sínum: „I knew this would happen.” (ísl: Ég vissi að þetta myndi ske!)

Alliss vann 23 sinnum á Evrópumótaröðinni og spilaði í 8 Ryder Cup liðum þangað til hann hóf störf hjá BBC sem golffréttaskýrandi, en rödd hans er talin meðal þeirra þekktustu í golfheiminum. Hann starfaði við 50. Opna breska mótið sitt í fyrra.

Hann lauk frábærri ræðu sinni með vísun til skólastýrunnar í skólanum sínum, Violet Weymouth, sem skrifaði á lokaeinkunnarblað hans: „Peter er með heila, en honum finnst leitt að nota hann. Ég hef áhyggjur af framtíð hans.“

Foreldrar Peter Alliss er löngu dánir…. svo gripið sé niður í ræðu hans…

„og ef það er eitthvað til sem himinn og fólk sem horfir niður á heiminn… jæja mamma og pabbi, hér erum við. Sjáið á alla áhorfendurna. Sjáið hvar ég hef komið við. Lítið á það sem ég hef afrekað. Ég hef aldrei unnið mikið að því, en allt hefir fallið í ljúfa löð.  Og frú Weymouth, ef þú ert þarna…. hann lyfti upp löngutöng!

Heimild: CBS Sports