Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 8. 2012 | 12:00

Phil Mickelson og 4 aðrir hlutu inngöngu í frægðarhöll kylfinga – fyrri grein

Phil Mickelson elskaði golf áður en hann var orðinn nógu gamall til þess að ganga eða sveifla kylfu.  Golfið hefir leitt hann í gegnum spennandi reið risamótanna, með eftirminnilegu falli oft á tíðum, en það leiddi líka til víxlu hans í Frægðarhöll kylfinga í gær, mánudaginn 7. maí 2012.

Phil hlaut inngöngu ásamt tvöföldum sigurvegara risamóta, Skotanum Sandy Lyle, golffréttamanninum Dan Jenkins, Peter Aliss,                                                                                                                                                                                                                                        sem spilaði golf en lýsir því nú í bresku sjónvarpi,  og fjórföldum sigurvegara á risamótum LPGA, Hollis Stacy. 

 Nú er fjöldi félaga Frægðarhallarinnar orðinn 141, sem er næstum helmingsaukning frá því að Frægðarhöllin var flutt í hið svokallaða „World Golf Village” 1998.

Þetta er í 2. árið í röð að kylfingur, sem enn er meðal 20 bestu á heimslistanum er valinn í Frægðarhöllina – það er Mickelson í ár og það var Ernie Els 2011.

Lefty leyfði sér í gær að staldra aðeins við og líta um öxl á tvo áratugi hans í golfi, sem hófust meðan hann var enn í háskóla í Arizona State.

Mickelson minntist á hina í árgangi sínum og sagði: „Þeir (skólafélagarnir) geta borið vitni um það að það er ekki hægt að láta drauma sína rætist þar til mann dreymir stóra drauma.”

Heimild: CBS Sports