Phil Mickelson mun ekki taka þátt í Masters 2022
Phil Mickelson (alías Lefty) hefur spilað á Masters á Augusta National á hverju ári síðan 1994. Það verður ekki raunin árið 2022.
Mickelson er ekki skráður á meðal þátttakenda 2022 á heimasíðu Masters og ESPN staðfesti að Mickelson muni ekki keppa í ár.
Mickelson var einn af tveimur stjörnukylfingum, sem óvissa var um að taka myndu þátt í mótinu. Hinn er Tiger.
Tiger Woods er, öfugt við Lefty, skráður á meðal þátttakenda á Masters, en hann hefur ekki staðfest hvort hann muni spila.
Hverjar skyldu vera ástæðurnar fyrir því að Mickleson spili ekki?
Ein þeirra gæti verið sú að Phil hefir átt í deilum á síðari misserum og þar af leiðandi verið meira í fréttum fyrir deilurnar og minna fyrir golfleik sinn. Fréttirnar hafa öllu fremur snúið að deilum hans við og gagnrýni hans á PGA Tour og ummæli sem hann lét falla um að stjórnvöld í Sádi-Arabíu, þegar hann var í viðtali við Alan Shipnuck um nýju sádí-arabísku ofurgolfdeildina.
Þegar Mickelson baðst afsökunar á ummælum sínum sagðist hann þurfa að taka sér tíma til „að setja þá sem ég elska mest í forgangssæti og vinna í því að vera maðurinn sem ég vil vera.„
Síðan viðtals Phil við Alan Shipnuck hefir hann misst nokkra helstu styrktaraðila sína, þar á meðal Callaway Golf, Workday, KPMG og Amstel Light. Hann fær heldur ekki lengur að vera gestgjafi á American Express mótinu í La Quinta, Kaliforníu.
Phil hafði á þeim tíma sem viðtalið var tekið verið einn af fáum stuðningsmönnum sádí-arabísku ofurgolfdeildarinnar, sem PGA Tour lítur á sem ógnun, þar sem hún reynir að laða alla toppkylfingana til sín fyrir ofurfé.
.Í viðtali við Shipnuck sagði Phil að stjórnvöld í Sádí-Arabíu væru „scary motherf—ers to get involved with.“
Og bætti síðan við: „„þeir drápu [fréttamann Washington Post og bandaríska ríkisborgarann Jamal] Khashoggi“ og sagðist síðan hafa áhyggjur af mannréttindabrotum þeirra, áður en hann benti á að hann myndi samt íhuga að ganga til liðs við nýju ofurgolfdeildina vegna þess að hann liti á það sem tækifæri sem biðist bara einu sinni á ævinni til að endurmóta hvernig PGA mótaröðin starfar.“
Með þessu sýndist manni Phil vera að skjóta sig í fótinn allrækilega; með því annars vegar að gagnrýna PGA Tour og hins vegar gagnrýna líka helsta styrktaraðila nýju ofurgolfmótaraðarinnar – eða hvað, leyfist fólki ekki að segja hvað sem er?
Mickelson kallaði forvígismenn PGA mótaraðarinnar „einræðisherra“ og sagði að áhyggjur þeirra af leikmönnum á toppnum væru allt aðrar en þeirra sem væru neðarlega og neðstir á „peningalistanum“.
„Þeir [PGA Tour] nota strákana á toppnum til að bæta stöðu sína en þeir [strákarnir] hafa ekkert að segja,“ sagði Mickelson m.a. í viðtalinu.
Síðar baðst hann afsökunar og sagðist hafa talið að viðtalið væri „off-the-record“/þ.e. einkasamtal og hefði verið slitið úr samhengi án hans samþykkis. Shipnuck svaraði fyrir sig og sagði að Mickelson hafi aldrei beðið um að viðtalið væri „off-the-record“ og það sem Phil væri að gera væri „afturbatapíku tilraun til þess að breyta því sem átti sér stað með því að segja að viðtalið hefði verið einkasamtal.“ Shipnuck er að skrifa bók um Mickelson sem ber titilinn „Phil: The Rip-Roaring (and Unautorized!) Biography of Golf’s Most Colorful Superstar.“
__________________
En hvenær skyldi hafa verið síðast skiptið sem Phil og Tiger voru báðir ekki þátttakendur á Masters?
Tiger spilaði í fyrsta sinn á Masters sem áhugamaður árið 1995. Árið áður var hann enn að vinna í því að fá spilarétt.
Phil spilaði heldur ekki í Masters 1994, en var með 1991 og 1993.
Þannig að það þarf að fara 28 aftur í tímann til þess að bera niður á árið 1994, þegar hvorugur spilaði á Masters.
Óslitið frá 1994 til ársins 2014 (í 20 ár) spiluðu báðir, Phil og Tiger alltaf í Masters, en 2014 tók Tiger ekki þátt í fyrsta sinn.
Og Masters nálgast …. það fer fram dagana 7.-14. apríl n.k. hvort heldur Tiger og Phil eru með eða ekki.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
