Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 20. 2012 | 13:15

Phil Mickelson kominn í 9.sæti, Bill Haas í 12. og Keegan Bradley í 19.sæti heimslistans

Þrír aðalkapparnir á Northern Trust Open í gær, Keegan Bradley, Phil Mickelson og sigurvegarinn Bill Haas eru allir komnir á topp 20 heimslistans… Phil Mickelson er nú jafnvel í fyrsta skipti í langan tímann kominn meðal efstu 10.

Phil Mickelson fer úr 11. sætinu í 9. sætið. Keegan Bradley, sem var í 25. sætinu fer í 19. sætið og sigurvegarinn í gær Bill Haas hækkar úr 23. sætinu í 12. sætið.

Jbe Kruger sem vann fyrsta sigur sinn á Evróputúrnum á Avantha Masters á Indlandi fór upp um heil 50 sæti á heimslistanum úr 159. sætinu í 109. sætið.

Landi Kruger, Oliver Bekker, sem vann á Di-Data Pro-Am mótinu í Fancourt  á Sólskinstúrnum, er þó líklegast hástökkvarinn. Hann fer úr 744. sætinu á heimslistanum í 348. sætið.

Sjá má heimslistann í heild með því að smella HÉR: