
Phil Mickelson fær inngöngu í frægðarhöll kylfinga 2012
Phil Mickelson mun hljóta inngöngu í fræðgarhöll kylfinga á næsta ári. Einn af valdamestu mönnum í stjórn golfíþróttarinnar lýsti Phil sem hinni fullkomnu fyrirmynd.
Tilkynnt var um að hinn 41 árs Phil myndi fá inngöngu í frægðarhöllina í Flórída á hóteli í Singpore. Það var framkvæmdastjóri PGA, sem tilkynnti ákvörðunina og mærði einn vinsælasta kylfing golfíþróttarinnar (Phil Mickelson).
Meðan fjölmiðlar eru enn uppfullir af kynþáttaníð Steve Williams í garð Tiger bar Finchem ekkert nema lof á Mickelson.
„Ímynd kylfinga og ímynd golfíþróttarinnar er það sterkasta sem við höfum. Það er mesti kostur okkar sem stofnunar,“ sagði Finchem við blaðamenn.
„Phil hefir gefið til íþróttarinnar á jákvæðan hátt s.l. tvo áratugi og hann er allt það sem maður vill sjá í leikmanni. Ef allir kæmu fram eins og Phil viku eftir viku, þá myndum við vera sterkari út á við. Blessunarlega er stærsti hluti kylfinga þannig, en Phil hefir verið gulls ígildi í þessu samhengi og leikmenn og styrktaraðilar okkar standa í þakkarskuld fyrir það og aðdáendur hans kunna svo sannarlega að meta það líka.“
Phil, sem er í Singapore og keppir þar á Barclays sagði að hann væri stoltur af því að hljóta þessa viðurkenningu og að stofnunin setti hann þar með á stall við menn á borð við Jack Nicklaus, Gary Player og Ben Hogan o.fl.
„Kærar þakkir til þeirra sem kusu mig inn í frægðarhöllina,“ sagði hann. „Þetta er gríðarlegur heiður að það skuli minnst á mig samhliða þeim stóru nöfnum í golfinu gegnum öldina. Ég á enn eftir að ná mörgu í þessari íþrótt og það er ekki á dagskrá að hægja ferðina á næstunni.“
Formleg vígsluathöfn í frægðarhöllina mun fara fram á Players Championship í Flórida, í maí 2012.
Heimild: stuff.co.nz
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024