Phil Mickelson
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 24. 2011 | 10:30

Phil Mickelson ekki lengur meðal topp-10 á heimslistanum

Phil Mickelson féll af topp-10 á heimslistanum og er þetta í fyrsta sinn síðan í febrúar 2004, sem það gerist.

Sjötta sætið sem Webb Simpson náði á Children’s Miracle Network Hospitals Classic in Florida var ekki nógu gott til þess að ná efsta sæti peningalista PGA en það hafði þær afleiðingar að Webb komst á topp-10 heimslistans og Phil datt þar út. Phil Mickelson er nú í 11. sæti heimslistans.

Luke Donald, sem sigraði svo glæsilega í Flórída með lokahring upp á 64 högg, víkkaði bilið milli sín og þess sem er í 2. sæti heimslistans, Lee Westwood.

Sergio Garcia, sem sigraði svo glæsilega með 11 högga mun á landa sinn Gonzalo Fdez-Castañ  á Castelló Masters hækkaði sig á heimslistanum um 18 sæti fór úr 49. sætinu í það 31.

Hinn 31 ára gamli Sergio sýndi snilldartakta og enginn átti svar við síðustu 3 hringjum hans 63-64-63, en hann lauk leik á samtals -27 undir pari.

Þeir sem leiða heimslistann eru: 1 Luke Donald 10.75pkt., 2 Lee Westwood 7.48, 3 Rory McIlroy 7.31, 4 Steve Stricker 6.24, 5 Dustin Johnson 6.24, 6 Martin Kaymer 6.09, 7 Jason Day 5.72, 8 Adam Scott 5.48, 9 Matt Kuchar 5.40, 10 Webb Simpson 5.36, 11 Phil Mickelson 5.26, 12 Nick Watney 5.24, 13 KJ Choi 4.75, 14 Charl Schwartzel 4.68, 15 Graeme McDowell 4.45, 16 Bubba Watson 4.26, 17 Justin Rose 4.13, 18 Hunter Mahan 4.03, 19 David Toms 4.02, 20 Bill Haas 3.76.

Aðrir evrópskir kylfingar sem eru á topp 100: 22 Paul Casey, 23 Robert Karlsson, 25 Ian Poulter, 26 Thomas Bjorn, 29 Simon Dyson, 31 Sergio Garcia, 32 Darren Clarke, 33 Anders Hansen, 34 Francesco Molinari, 36 Martin Laird, 43 Alvaro Quiros, 48 Matteo Manassero, 49 Miguel Angel Jimenez, 53 Peter Hanson, 56 Fredrik Jacobson, 59 Edoardo Molinari, 68 Alexander Noren, 73 Nicolas Colsaerts, 77 Jamie Donaldson, 79 Padraig Harrington, 83 Ross Fisher, 90 David Lynn, 91 Brian Davis, 92 Pablo Larrazabal, 97 Fredrik Andersson Hed, 99 Raphael Jacquelin, 100 Carl Pettersson.

Heimild: Sky Sports