Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 16. 2012 | 06:45

PGA: Zach Johnson sigraði á John Deere Classic mótinu – hápunktar og högg 4. dags

Það er Zach Johnson, sem sigraði á John Deere Classic 2012. Hann spilaði á 20 undir pari,  samtals 264 höggum, líkt og sá sem búinn var að vera í forystu allt mótið Troy Matteson og því varð að koma til bráðabana milli þeirra til að skera úr um úrslit.  Allt var jafnt á fyrri holu umspils en 18.  braut var spiluð tvívegis. Í seinna skiptið fékk Zach fugl, en Troy Matteson par og með parinu tapaði hann 1. sætinu.

Sjá má stutt viðtal við Johnson eftir sigurinn með því að SMELLA HÉR: 

Í 3. sæti varð Scott Piercy 2 höggum á eftir forystumönnunum og í 4. sæti var eini „útlendingurinn“ í þessu mjög svo bandaríska móti Ástralinn John Senden, 3 höggum á eftir þeim Zach og Troy.

Fimmta sætinu deildu síðan Steve Stricker og Luke Guthrie, 4 höggum á eftir forystumönnunum þ.e. á 16 undir pari, samtals 268 höggum.

Til þess að sjá úrslit á John Deere Classic mótinu SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá hápunkta 4. dags á John Deere Classic mótinu SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá högg 4. dags, sem Zach Johnson átti á John Deere Classic SMELLIÐ HÉR: