Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 25. 2012 | 07:00

PGA: Zach Johnson leiðir á Crown Plaza Invitational – hápunktar og högg 1. dags

Það er Bandaríkjamaðurinn Zach Johnson, sem leiðir eftir 1. dag Crown Plaza Invitational, sem hófst í Colonial CC, Fort Worth, Texas. Hann spilaði Colonial völlinn á -6 undir pari, 64 höggum.  Zach spilaði skollafrítt, skilaði hreinu skorkorti með 6 fuglum og 12 pörum.

Öðru sætinu deila 4 kylfingar: Jason Dufner, nýliðinn Harris English, Tom Gillis og Kyle Reifers, allir á -5 undir pari, hver.

Spánverjinn Sergio Garcia deilir 6. sætinu ásamt 3 öðrum á -4 undir pari, 66 höggum

Til þess að sjá stöðuna á Crown Plaza Invitational eftir 1. dag smellið HÉR:

Til þess að sjá hápunkta 1. dags á Crown Plaza Invitational smellið HÉR:

Til þess að sjá högg 1. dags á Crown Plaza Invitational, sem Louis Oosthuizen átti,  smellið HÉR: