Ragnheiður Jónsdóttir | október. 31. 2015 | 13:00

PGA: Yips að hrjá Els á CIMB Classic

Stórkylfingurinn og risamótsmeistarinn Ernie Els hrjáist af YIPS, sem er titringur í höndum sem veldur því að jafnvel stystu pútt fara forgörðum.

Svo var einmitt í gær á móti vikunnar á PGA, CIMB Classic.

Þar missti Ernie gimmie pútt, þ.e. pútt sem hefðu undir venjulegum kringumstæðum verið gefin hefðu vinir verið að spila og ekki um keppni að ræða.

Aumingja Els, ekki í fyrsta skipti sem þetta gerist hjá honum og slæmt að þjást af YIPS.

Sjá má myndskeið af óförum Ernie Els á púttflötinni á CIMB Classic í gær og í fyrri mótum með því að SMELLA HÉR: