Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 19. 2021 | 05:00

PGA: Woodsfeðgar aðeins 3 höggum á eftir forystunni – Cink feðgum – í hálfleik á PNC –

Hið árlega PNC feðgamót fer fram í Orlando, Flórída, helgina 18-19. desember og lýkur því í dag.

Staðan í hálfleik er sú að Cink-feðgar eru efstir á 13 undir pari, 59 höggum og Daly- og Thomas– feðgar deila 2. sætinu á samtals 12 undir pari, 60 höggum, hvort lið.  Í 4. sæti eru Singh-feðgar á samtals 13 undir pari, 61 höggi.

Justin Thomas gekk upp að Tiger Woods á fyrsta teig PNC meistaramótsins og spurði 15-falda risamótssigurvegarann (Tiger):  ​​„Jæja, þú ætlar að láta Charlie, bera þig, ha?“

Tiger brosti og sagði um 12 ára gamlan son sinn, sem stælir hann niður í minnstu smáatriði: „Já, og mér líður dálítið illa með það.“

Það er enginn vafi á því að Tiger spilar í þessari viku á PNC feðgamótinu af einni og aðeins einni ástæðu: Vegna þess að hann elskar son sinn.  Tiger er í raun enn að ná sér eftir bílslysið, sem hann lenti í fyrr á þessu ári og fjölda skurðaðgerða, sem hann hefir mátt ganga í gegnum á hægri fótlegg og ökkla.

Þetta sýnir hversu mikið Tiger hefur breyst og hvernig við breytumst öll þegar við eldumst,“ sagði Padraig Harrington.Fjölskylda hans er í forgangi. Hann myndi ekki spila golf í þessari viku ef það væri ekki fyrir son hans.“

Nick Faldo getur svo sannarlega sett sig í fótspor Tiger. Hann man eftir því, eitt árið að hafa þurft að taka  fimm verkjalyfssprautur,  bara til að geta spilað í PNC með syni sínum, Matthew.

Við gerum hvað sem er til að geta tíað upp hér,“ sagði Sir Nick.

Tiger varð sérlega hrifinn af PNC Championship í fyrra. Hann hefir aldrei litið út fyrir að vera ánægðari á golfvellinum og það er ekki erfitt að ímynda sér að þessi hringur hafi verið hápunktur erfiðs árs fyrir hann.

Þegar hann var beðinn um að nefna uppáhalds augnablikið sitt að þessu sinni með Charlie, svaraði hann: „Bara allt. Allt… ég vildi að ég hefði getað gengið með honum og verið með honum hvert fótmál eins og ég var í fyrra.“

Allir voru undrandi yfir því að Tiger skyldi snúa aftur í eitthvað sem líkist keppnisgolfi í fyrsta skipti síðan jeppinn hans valt niður hlíð í Los Angeles sl. febrúar.

Miðasala á PNC var takmörkuð við 1.000 áhorfendur og 1.001 þeirra umkringdi fyrsta teig til að  sjá Tiger spila golf, innan við 10 mánuðum eftir að óttast var að hann gæti misst fótinn eða aldrei gengið aftur.

Lee Trevino, 82 ára, sem tók Charlie í kennslustund fyrir mótið í gær, föstudag sagði: „Ef ég væri ekki að spila væri ég líka horfa á Tiger, trúið mér.

Tiger og Charlie eru á ágætis skori 10 undir pari, 62 höggum og eru 3 höggum á eftir forystumönnunum; Stewart og Reagan Cink. Þeir deila 5. sætinu í mótinu með Faldo-Lehman-Stenson-Player og Kuchar-feðgum.

En skorið í sjálfu sér skiptir ekki máli; það er örugglega skemmtunin, sem Tiger og Charlie munu muna eftir og góðu stundunum með spilafélögum sínum;  feðgunum Justin og Mike Thomas.

Við grínuðumst hvor við annan og sögðum hluti við hvorn annan sem ég er feginn að þeir  náðu ekki,“ sagði Tiger.

Tiger hélt samt áfram að kvarta yfir því að sveiflu hans skorti hraða og að hann hafi ekki þrek ennþá, en það voru nógu mörg augnablik, þar sem Tiger fékk mann til að trúa því að hann gæti klifið fjallið aftur ef hann vill. Hann sló þrjú högg sem stóðu upp úr í byrjun á par-5, þriðju holu.

Þetta var 220 yarda 4 járn sem ég sló líklega 18 fet (6 metra) fyrir aftan holuna,“ sagði Tiger. „Ég sló gott högg á 14., par 5 (þegar hann sló meði 3-tré  um 260 yarda) og ég átti frábært 7-járnshögg á 17. holu.  Ég trúði ekki að þetta gæti gengið , en þetta var  eitt af mínum gömlu höggum, þannig að það var fínt að geta snúið hlutnum niður kreist svona út, þó hann væri ekki hár, heldur bara skotið, tilfinningin og lögunin er það sem ég var að sjá.“

Það var líka teighöggið á 11. holu sem rúllaði framhjá drifi Justin Thomas, eitt af lengri höggunum í leiknum.

Ég sló nokkuð vel og um leið og við báðir, um leið og boltinn hans tók þetta stóra hopp, horfðum við á hvorn annan og ég var eins og, ó, ef það á að gerast, þá verður það þessi því ég held það fór bara af stað og já, þetta var gott fyrir egóið.“

Samt er PNC bara mót, þar sem aðaláherslan er á skemmtunina og Tiger fékk að vera á golfbíl. Tiger sagði að leikur hans væri langt frá því að vera tilbúinn fyrir PGA Tour spil

Ef ég vil keppa hér á mótaröðinni verð ég að ná aftur þrekinu og slá þúsundir og þúsundir golfbolta,“ sagði hann. „Tekur bara tíma.“

En Trevino hefir örugglega rétt fyrir sér þegar hann sagði að maður skyldi aldrei vanmeta Tiger.

Hvaða tímamörk sem honum eru gefinn, þá mun hann sigra.“

Og eins og við höfum öll lært,  skyldi maður aldrei vanmeta Tiger.

Einn hringur er eftir af PNC meistarmótinu og verður fróðlegt að sjá hvar Woodsfeðgar enda.

Sjá má stöðuna á PNC meistaramótinu með því að SMELLA HÉR: