Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 6. 2015 | 09:15

PGA: Woods dregur sig úr Farmers Insurance með bakverk

Viðvera Tiger Woods í Farmers Insurance Open var ekki löng, en mótið hófst í gær og Tiger er þegar búinn að draga sig úr mótinu.

Hann bar við bakverkjum.  Bakverkir?   Hann sem átti að vera kominn í svo fínt form?

„Gluteus vöðvarnir (sem leiða niður í læri) bara herpast saman og læsast,“ sagði Tiger eftir þennan fyrsta ekki-hring, þar sem aðeins voru spilaðar 11 holur.

Eftir 11 holu leik var Tiger á 2 yfir pari, búinn að fá 2 fugla, 2 skolla og einn skramba á 11. holunni þ.e. lék par-4 holuna á 6 höggum.  Greinilegt að eitthvað var að!

„Síðan virka þeir (vöðvarnir) ekki og þsss vegna fer þetta í mjóbakið á mér,“ hélt Tiger áfram.   Ég reyndi að beita gluteus vöðvunum eins og ég gat inn á milli, en þeir virkuðu aldrei.“

Hér má sjá myndskeið af því þegar Tiger dregur sig úr Farmers Insurance Open SMELLIÐ HÉR: 

Hér má sjá viðtal við Tiger þegar hann dregur sig úr Farmers Insurance Open SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag Farmers Insurance Open SMELLIÐ HÉR: