Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 5. 2018 | 06:00

PGA: Woodland sigraði á Phoenix Open! – Hápunktar 4. dags

Það var Gary Woodland sem sigraði á Waste Management Phoenix Open.

Woodland og Chez Reavie voru efstir og jafnir eftir hefðbundnar 72 holur – báðir búnir að spila á samtals 18 undir pari, 266 höggum; Woodland (67 68 67 64) og Reavie (68 65 67 66).

Það varð því að koma til bráðabana milli þeirra Woodland og Reavie og þar hafði Woodland betur þegar á 1. holu bráðabanans; fékk par meðan Reavie tapaði á skolla.  Það var par-4 18. hola TPC Scottsdale, sem var spiluð aftur.

Þriðja sætinu deildu þeir Ollie Schniederjans og Brendan Steele; báðir 3 höggum á eftir forystumönnunum; á samtals 15 undir pari.

Sá sem búinn var að vera í forystu alla 3 fyrstu keppnisdagana, Rickie Fowler, fataðist flugið á 4. hring; kom í hús á heilum 73 höggum, sem er allt of mikið og féll niður í T-11.

Til þess að sjá hápunkta 4. dags á Waste Management Phoenix Open SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá lokastöðuna á Waste Management Phoenix Open SMELLIÐ HÉR: