Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 21. 2018 | 01:00

PGA: Wise sigraði á AT&T

Það var bandaríski kylfingurinn Aaron Wise, sem sigraði á AT&T Byron Nelson mótinu, móti vikunnar á PGA Tour.

Wise lék á samtals 23 undir pari, 261 höggi (65 63 68 65).

Wise er ungur og fremur óþekktur kylfingur og má sjá kynningu Golf 1 á honum með því að SMELLA HÉR: 

Wise er aðeins 21 árs. Þetta er fyrsti sigur Wise á PGA Tour, en hann varð í 2. sæti á Wells Fargo mótinu fyrir 2 vikum og hlaut þá stærsta launatékka, fyrir 2. sætið, sem hann hafði fengið í golfinu til þessa eða  $677,600.

Í 2. sæti varð Ástralinn Marc Leishman, sem búinn var að vera í forystu allt mótið.

Til þess að sjá lokastöðuna á AT&T Byron Nelson mótinu SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 4. hrings AT&T Byron Nelson mótsins SMELLIÐ HÉR: