Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 6. 2016 | 19:00

PGA: Will McGirt sigraði á Memorial – Hápunktar 4. dags

Það var Will McGirt, sem sigraði á fyrsta PGA Tour móti sínu á The Memorial.

Hann var jafn Jon Curran báðir með samtals 15 undir pari, 273 höggum eftir 72 holu leik og því varð að koma til bráðabana milli þeirra.

Par-4 18. hola Muirfield Village var því spiluð aftur og þurfti að spila hana tvívegis þar til McGirt stóð uppi sem sigurvegari, en hann vann á pari, meðan Curran fékk skolla.

Í 3. sæti varð Dustin Johnson á samtals 14 undir pari.

Til þess að sjá hápunkta 4. dags á The Memorial SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá lokastöðuna á The Memorial SMELLIÐ HÉR: