Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 12. 2015 | 08:45

PGA: Walker og Matsuyama efstir í Hawaii e. 3. dag Tournament of Champions

Það eru þeir Jimmy Walker og Hideki Matzuyama, sem deila forystunni eftir 3. dag á Plantation golfvellinum á Hyundai Tournament of Champions  (skammst.: TOC) í Kapalua á Hawaii.

Báðir eru þeir búnir að spila á 17 undir pari, 202 höggum; Walker (67 68 67) og Matsuyama (70 66 66).

Tveimur höggum á eftir þeim félögum í 3. sæti eru þeir Sang Moon Bae og Patrick Reed.

Í 5. sæti eru síðan þeir Brendon Todd og Russell Henley á 14 undir pari, hvor þ.e. 3 höggum á eftir Walker og Matsuyama.

Til þess að sjá stöðuna á Tournament of Champions eftir 3. dag SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 3 dags á TOC SMELLIÐ HÉR: