Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 29. 2016 | 07:00

PGA: Walker efstur e. 1. dag PGA Championship

Það er Jimmy Walker, sem er efstur á PGA Championship eftir 1. dag, en mótið hófst í gær á Baltusrol.

Walker lék á 5 undir pari, 65 höggum. Á glæsilegum hring sínum fékk Walker 6 fugla 11 pör og 1 skolla.

Í 2. sæti eru Martin Kaymer frá Þýskalandi, hinn enski Ross Fisher og Emiliano Grillo frá Argentínu, allir aðeins 1 höggi á eftir Walker á 4 undir pari, 66 höggum.

Allt opið enn svo snemma móts.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag PGA Championship SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 1. dags á PGA Championship SMELLIÐ HÉR: