PGA: Vijay Singh dregur sig úr Waste Management Phoenix Open vegna bakmeiðsla
Mitt í öllum skandalnum um notkun Vijay Singh á ólöglegum efnum hefir hann dregið sig úr Waste Management Phoenix Open mótinu, sem er mót vikunnar á PGA og hefst í kvöld.
Talsmaður IMG, sem er umboðsaðili Singh sagði að Vijay hefði dregið sig úr mótinu vegna eymsla í baki.
Í Morning Drive í morgun (golfsjónvarpsþætti Golf Channel) sagði Tom Pernice Jr., vinur Vijay að hann hefði meitt sig í baki á æfingasvæði TPC Scottsdale og hefði verið í meðferð síðan þá.
Vijay, sem verður 50 ára í febrúar, viðurkenndi í viðtali við Sports Illustrated að nota hjartarhornssprey (ens. deer-antler spray) sem inniheldur ólöglegt vöðavaxta hvetjandi efni IGF-1, sem er bannað á PGA Tour.
Singh átti að hefja leik kl. 14:25 (19:25 að íslenskum tíma) í holli með Carl Pettersson og Ryan Moore. Richard H. Lee tekur sæti Vijay í mótinu.
Í gær lét Vijay frá sér fara fréttatilkynningu þar sem hann tók afstöðu til notkunar sinnar á hjartahorns-spreyinu, en þar sagði hann m.a.: „Meðan að ég notaði hjartarhorns-spreyið var ég ekki á neinum tíma þess meðvitaður að það innhéldi efni sem væri bannað skv. vímuefnastefnu PGA Tour. Reyndar þegar ég fékk vöruna fyrst, leit ég á lista yfir innihaldsefni og sá engin sem voru á bannlista. Ég er algerlega sjokkeraður að hjartarhorns- spreyið innihaldi bönnuð efni og ég er reiður sjálfum mér að hafa komið mér í þessa stöðu.“
„Ég hef verið í sambandi við PGA Tour og er að fullu samstarfsfús varðandi rannsókn þeirra á málinu. Ég ætla ekki að tjá mig meira að svo stöddu.“
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
