Ragnheiður Jónsdóttir | október. 1. 2011 | 09:00

PGA: Viðtal við Hunter Haas eftir hring upp á 61 högg í Las Vegas

Í ár hefir röð nánast óþekktra kylfinga stigið fram á sjónarsviðið og staðið sig einstaklega vel á mótum. Nöfn eins og Keegan Bradley, Bill Haas og Webb Simpson hringdu þar til fyrir skemmstu engum bjöllum hjá hinum almenna golfunnanda, jafnvel þeim sem fylgist ávallt vel með öllu. Og nú er enn einn PGA kylfingurinn, Bandaríkjamaðurinn Hunter Haas að slá í gegn.  Hann átti lægsta skor á 2. hring Justin Timberlake for Shriner Hospital for Children Open á TPC Sumerlin í Las Vegas, Nevada, í síðasta mánuði, þ.e. í gær, 30. september 2011. Í brennandi hitanum í Las Vegas þar sem hann sagðist hafa drukkið um 300 ml á vatni við hverja holu og hugsað um það eitt að komast í kalda sturtu tókst honum að jafna vallarmetið á TPC Sumerlin með 61 höggi.

Hver er Hunter Haas í stuttu máli?

Hunter Haas fæddist 1. desember 1976, í Fort Worth, Texas og er því 34 ára. Hann sigraði árið 1999 á US Amateur Public Links og útskrifaðist 2000 frá Oklahoma háskóla, þar sem hann spilaði með golfliðinu og gerðist atvinnumaður í golfi sama ár. Hann hefir ýmist spilað á Nationwide og PGA mótaröðunum.  Hann spilaði á PGA 2001 og 2005 en tókst ekki að endurnýja kortið sitt fyrr en að hann varð í 3. sæti Nationwide mótaraðarinnar í fyrra, sem tryggði honum kortið á PGA, 2011.

Á blaðamannafundi í gær voru m.a. eftirfarandi spurningar lagðar fyrir Hunter Haas og fara þær hér ásamt svörum Haas:

Sp: Þú vissir hvað var undir á lokaholunni. Vallarmet, hugsanlega 59?

HUNTER HAAS: Auðvitað. Þegar ég gekk upp (18. braut) sagði ég við Dave, kaddýinn minn, a.m.k. leit ég á (59), eða púttaði fyrir því. Það hljómar aðeins betur. En að setja niður af 40 metra færi er e.t.v. til of mikils mælst.

Sp: Þú ert að gera lítið úr sjálfum þér. Þú jafnaðir vallarmetið. Þú varst á -10 undir pari og á 61 höggi, spilaðir 10 höggum betur en á 1. hring. Hver var munurinn? 

HUNTER HAAS: Ég setti niður 10 pútt.

Sp: Ég skil það. En hver er ástæða þess að þú varst 10 púttum betri í dag? 

HUNTER HAAS: Ég var bara logandi heitur í gær, en í allri hreinskilni var ég ekki ánægður með wedge-spilið mitt í gær og svolítið pirraður, en ég sló hugsanlega 3-4 högg ansi nærri (pinna) í dag, og mér leið bara vel við að pútta.

Sp: Þú hittir 16-18 flatir, þannig að þú varst líka að slá vel. 

HUNTER HAAS: Auðvitað. Auðvitað. Eini skollinn sem ég fékk var vegna wedgsins míns um miðbikið.

Sp: Þú ert í skrítinni stöðu. Þú hefir nú þegar tryggt þér kortið þitt. Þú hefir unnið þér inn meir en $900,000. Þú ert í 88. sæti á peningalistanum, en það eru enn nokkur mót eftir. 

HUNTER HAAS: Já það er satt. Það eru nokkur eftir. Það er enn mikið verðlaunafé að sækjast eftir.

Sp: Þú ert aldeilis með kominn með höndina í smákökukrukkuna eftir hring upp á 61. Til hamingju!

HUNTER HAAS: Takk.