Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 4. 2023 | 23:59

PGA: Victor Hovland sigraði á The Memorial

Það var norski frændi okkar, Victor Hovland, sem gerði sér lítið fyrir og sigraði á móti vikunnar á PGA Tour, The Memorial.

Mótið fór að venju fram í Muirfield Village golfklúbbnum, í Dublin, Ohio, dagana 1.-4. júní 2023.

Hovland og Denny McCarthy voru efstir og jafnir eftir hefðbundinn höggafjölda, báðir höfðu spilað á samtals 7 undir pari og varð því að koma til bráðabana, þar sem Hovland hafði betur.

Hovland er fæddur 18. september 1997 og því 25 ára. Hann gerðist atvinnumaður í golfi 2019. Á atvinnumannsferli sínum hefir hann sigrað 8 sinnum og er þessi sigur 4 sigur hans á PGA Tour.

Scottie Scheffler varð í 3. sæti á samtals 6 undir pari, 1 höggi á eftir forystumönnunum.

Sjá má lokastöðuna á The Memorial með því að SMELLA HÉR: