Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 31. 2017 | 07:00

PGA: Vegas sigraði á Opna kanadíska e. bráðabana við Hoffman

Það var Jhonattan Vegas frá Venezuela, sem sigraði á RBC Canadian Open eða Opna kanadíska.

Vegas og Charley Hoffman, sem var í forystu fyrir lokahringinn, voru á sama skori eftir hefðbundnar 72 holur, þ.e.  á 21 undir pari, 267 höggum; Vegas (66 69 67 65) og Hoffman (68 66 65 68).

Það varð því að koma til bráðabana milli þeirra Hoffman og Vegas og þar hafði Vegas betur þegar á 1. holu bráðabanans. Það var par-5 18. holan í Oakland, sem var spiluð aftur og þar vann Vegas með fugli meðan Hoffman fékk par.

Einn í 3. sæti varð Ian Poulter aðeins 1 höggi á eftir þeim Vegas og Hoffman þ.e. á samtals 20 undir pari.

Til þess að sjá hápunkta lokahrings RBC Canadian Open SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá lokastöðuna á RBC Canadian Open SMELLIÐ HÉR: