Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 12. 2019 | 23:59

PGA: Vegas leiðir í hálfleik

Það er Jhonattan Vegas frá Venezuela, sem er í efsta sæti í hálfleik á John Deere Classic, móti vikunnar á PGA.

Vegas er búinn að spila á 13 undir pari, 129 höggum (67 62).

Fast á hæla Vegas eru bandarísku kylfingarnir Andrew Landry (í 2. sæti á samtals 12 undir pari) og Lucas Glover (í 3. sæti á samtals 11 undir pari).

Mótið fer fram í Silvis, Illinois.

Til þess að sjá stöðuna á John Deere Classic SMELLIÐ HÉR: