Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 30. 2016 | 07:00

PGA: Lovemark og Vegas efstir e. 2. dag Zurich Classic

Jhonattan Vegas hefir ekki verið ofarlega á skortöflu í PGA Tour móti um langan tíma.

Það breyttist í gær, þegar hann og Jamie Lovemark deildu efsta sætinu á Zurich Classic mótinu.

Lovemark er ekki sá þekktasti sjá má eldri kynningu Golf 1 á honum með því að SMELLA HÉR: 

Báðir hafa þeir Lovemark og Vegas spila á samtals 11 undir pari, 133 höggum; Lovemark (67 66) og Vegas (64 69).

Fresta varð hringnum vegna myrkurs og eiga því nokkrir eftir að ljúka leik, m.a. forystumaður 1. hrings Brian Stuard sem er í 3. sæti, aðeins er 1 höggi á eftir framangreindum félögum, en á 6 holur óspilaðar.

Til þess að sjá hápunkta 2. dags á Zurich Classic SMELLIÐ HÉR: 

Til að sjá stöðuna á Zurich Classic eftir 2. dag SMELLIÐ HÉR: