PGA: Væntingar í fjölskyldu Zach Johnson orðnar að vandamáli
Sigurvegari síðasta árs á Hyundai Tournament of Champions (skammstafað TOC) á Maui á Hawaii á síðasta ári var Zach Johnson.
Johnson átti aðeins 1 högg á landa sinn Jordan Spieth í fyrra og tekur því að nýju þátt í mótinu, þar sem aðeins sigurvegarar á PGA mótum síðasta árs keppa.
Zach tekur nú þátt í 8. sinn í mótinu.
Í nýlegu viðtali hló hann og sagði að væntingar væru nú í fjölskyldu sinni að hefja árið á Hawaii, þannig að það væri orðið að vandamáli! (Vandamálið líklegast að Zach veit ekki hversu lengi hann heldur áfram að sigra í mótum þannig að hann hljóti þátttöku- rétt í mótinu).
Verðlaunafé í mótinu eru $5.7 milljónir og þátttakendur eins og segir 34 sigurvegarar í mótum PGA mótaraðarinnar 2014.
Zach Johnson hefir unnið alls 11 sinnum á PGA Tour og hann hefir tekið 8 sinnum þátt í TOC í Kapalua í röð og aðeins misst einu sinni af þátttökurétti í mótinu, þ.e. árið 2007.
Strákar Zach virðast ganga út frá því að árið hefjist hjá þeim á hverju ári á Maui.
„Strákarnir mínir tveir, þar sem þeir eru svona ungir, búast bara við þessu,“ brosti Zach í viðtali við fréttamenn á Plantation golfvellinum á Kapalua. þar sem TOC fer fram.
„Þetta er vandamál. 8 ára strákurinn minn hefir haldið upp á afmælið sitt hér á Maui í 6 skipti. Það er líka vandamál, en það er gott vandamál.“
„Það er frábært að vera aftur hér á Maui. Það er ansi sérstakur staður að hefja árið og þetta er einn af þeim stöðum sem ég og fjölskylda mín höldum upp á, vegna þess að það er ekki auðvelt að komast aftur hingað.“
Johnson vann á síðasta ári á Kapalua eftir að hafa átt glæsilegan lokahring upp á 7 undir pari, 66 högg, en Kapalua völlurinn er mjög hæðóttur.
„Ég hélt alltaf að þess völlur væri ekki mér í hag en eftir því sem ég spila hann meir og meir því betur hentar hann mér,“ sagði Zach Johnson, sem orðinn er 38 ára og er með höggstyttri kylfingum PGA. „Ég hef þroskast í að njóta hans, svo mikið er víst.“
Hæst rankaði kylfingurinn sem þátt tekur í ár er Bubba Watson, en hann er nr. 4 á heimslistanum.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
