PGA Tour leikmaður segir sjokkerandi sögu um fyrrum kaddý Tiger
Fyrrum kaddý Tiger Woods, Steve Williams, hefir oft og mörgum sinnum verið ásakaður um að fara yfir markið.
Hann þurfti að t.d. þola mikla gagnrýni frá mörgum á síðasta ári þegar hann bar sjálfan sig saman við „þræl“ og sagðist hafa verið þræll Tiger E.t.v. þarf hann að verja hendur sínar aftur eftir þessa sögu, sem höfð er eftir PGA Tour leikmanni, um samskipti Williams við bandaríska kylfinginn Kevin Na.

Na hefir átt í andlegum erfiðleikum á golfvellinum, sem m.a. golffréttamaðurinn Alan Shipnuck hjá SI (Sports Illustrated) segir vel frá í viðtali sínu við Na. Hápunktinum náðu erfiðleikar Na á Players Championship árið 2012 þegar Na var svo taugaóstyrkur að hann gat varla slegið boltann.
Þetta varð til þess að hann spilaði auðvitað mun hægar en allir aðrir og Williams, sem þá var reyndar orðinn kaddý Adam Scott, fór að skipta sér af.
Skv. frétt Alan Shipnuck:
„Na skynjaði að Steve (Williams) var kominn að suðupunkti. Næsta dag náði Na rétt að spila á 74 höggum og fannst Williams vera að gefa sér illt auga og sagði að í lok hringsins hefði hann ekki tekið í hendina á sér. Í skortjaldinu sagði Na að þegar hann hafi verið við það að fara þá hafi Stevie litið í áttina til hans og sagt: „Horfirðu á slæma kvikmynd aftur og aftur?“ Na segist ekki hafa skilið hvað Williams var að fara þannig að hann sagði bara „Umm nei,“ og ætlaði að fara. En Williams hélt áfram: „Það er það sem þú ert Kevin, slæm kvikmynd. Ég vil aldrei horfa á þig spila aftur.“ Na segist hafa litið á Williams og sagt: „Stevie, þarna ertu að fara yfir strikið. Ef Adam (Scott) ætti í vandræðum með leik minn hefði hann allan rétt til að segja hvað sem hann vildi. Þú ert í engri stöðu að segja við mig það sem þú varst að segja. Na segir að William hafi komið upp að sér og sagt að hann gæti sagt það sem honum sýndist. Honum fannst Williams vera orðið ansi heitt í hamsi þarna, en einn starfsmaður PGA Tour gekk á milli og sagði: „Strákar ekki hérna inni.“ Og þar með lauk orðaskiptunum.
Williams neitaði að gefa komment þegar Shipnuck innti hann eftir þessum samskiptum hans við Kevin Na.
Hér má sjá það sem fór óheyrilega í taugarnar, ekki aðeins á Williams, heldur mjög mörgum öðrum kylfingum þ.e. hægur leikur Na m.a. út af mörgum „vöggum“ (ens. waggles) á teig.
Hér má sjá myndskeið af Na og vöggum hans SMELLIÐ HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
