Tony Finau
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 30. 2023 | 23:59

PGA: Tony Finau sigraði á Opna mexíkanska

Mexico Open at Vidanta (Opna mexíkanska) fór fram í Vidanta Vallarta, í Mexíkó dagana 27.-30. apríl 2023.

Sigurvegari mótsins varð bandaríski kylfingurinn Tony Finau.

Sigurskor Finau var 24 undir pari (65 64 65 66).

Hann átti heil 3 högg á þann sem varð í 2. sæti Spánverjann Jon Rahm.

Finau er fæddur 14. september 1989 og því 33 ára. Hann er kvæntur Alaynu og saman eiga þau 3 börn. Sigurinn var  6. sigur Finau á PGA Tour og eins á Finau einn sigur í beltinu á Korn Ferry Tour.

Sjá má lokastöðuna á Opna mexíkanska með því að SMELLA HÉR: