Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 18. 2022 | 20:00

PGA: Tony Finau sigraði á Cadence Bank Houston Open

Mót vikunnar á PGA Tour var Cadence Bank Houston Open.

Mótið fór fram dagana 10.-13. nóvember 2022 í Houston, Texas.

Það var (Milton Pouha) Tony Finau sem sigraði og var sigurskor hans 16 undir pari, 264 högg (65 62 68 69).

Finau er fæddur 14. september 1989 og er því 33 ára. Hann er kvæntur Alaynu og eiga þau 5 börn: soninn Jraice, dótturina Leilene Aiaga og soninn Tony Finau jr. og dæturnar Sage og Siennu-Vee f. 2021. Finau eldri gerðist atvinnumaður í golfi 2007 og á í beltinu 6 sigra, sem slíkur,  5 á PGA Tour og 1 á Korn Ferry Tour.

Sigur Finau var sannfærandi því hann átti heil 4 högg á næsta mann, Tyson Alexander, sem varð í 2. sæti á samtals 12 undir pari.

Sjá má lokastöðuna á Cadence Bank Houston Open með því að SMELLA HÉR: