Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 8. 2014 | 10:45

PGA: Toms og Rollins leiða í hálfleik á Sanderson Farms – Hápunktar 2. dags

Það eru þeir David Toms og John Rollins, sem leiða í hálfleik á Sanderson Farms meistaramótinu, sem fram fer í Country Club of Jackson í Jackson, Mississippi.

Báðir eru þeir búnir að spila á samtals 10 undir pari, 134 höggum (68 66) hvor.

Einn í 3. sæti er Kanadamaðurinn Nick Taylor á samtals 8 undir pari.

Fjórða sætinu deila síðan Robert Streb og Tom Gillis á samtals 7 undir pari, hvor.

Til þess að sjá stöðuna á Sanderson Farms meistaramótinu SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 2. hrings á Sanderson Farms meistaramótinu SMELLIÐ HÉR: