Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 19. 2014 | 02:00

PGA: Todd sigraði í Texas! – Hápunktar 4. dags

Bandaríkjamaðurinn Brendon Todd sigraði á HP Byron Nelson Championship í Irving Texas nú fyrr í kvöld.

Sigurskor Todd var samtals 14 undir pari, 266 högg (68 64 68 66) sem sagt fjórir glæsihringir undir 69 eins og sjá má!

Sjá má kynningu Golf1 á Todd með því að SMELLA HÉR: 

Þetta er fyrsti sigur Todd á PGA mótaröðinni og fyrir sigurinn hlýtur hann $1,242,000

Í 2. sæti, 2 höggum á eftir Todd var Kanadamaðurinn Mike Weir og 3. sætinu deildu þeir Marc Leishman frá Ástralíu og Charles Howell III, báðir á samtals 10 undir pari, hvor.  Á þessu sést að sigur Todd var býsna sannfærandi!

Forystumaður gærdagsins, Louis Oostuizen,  sem var á svo fínu skori, 64 höggum á 3. hring og deildi forystunni með Todd fyrir lokahringinn, átti afleita 10 högga sveiflu í dag, þ.e. kom í hús á 74 höggum og hafnaði í 11. sæti.

Til þess að sjá lokastöðuna á HP Byron Nelson Championship SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá hápunkta 4. dags á HP Byron Nelson Championship SMELLIÐ HÉR: