Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 1. 2012 | 07:00

PGA: Tiger í 2. sæti á AT&T mótinu – Brendon de Jonge efstur – hápunktar og högg 3. dags

Tiger Woods er í 2. sæti ásamt 2 öðrum; Bo Van Pelt og nýliðanum Seung Yul Noh fyrir lokahring AT&T aðeins 1 höggi á eftir þeim sem leiðir Brendon de Jonge frá Zambíu.

Brendon de Jonge er búinn að spila hringina 3 á samtals 7 undir pari þ.e. 206 höggum (68 69 69), en Tiger spilar sífellt betur (72 68 67).

Fáir voru að fylgjast með vegna óveðurs í Bethesda, Maryland en tré lágu m.a. á víð og dreif um Congressional golfvöllinn þar sem AT&T mótið fer fram.

Í gær voru aðstæður nokkuð sérstakar því fáir áhorfendur voru mættir á svæðið vegna mikilla storma sem m.a. hafa rifið upp tré og skilið eftir á víð og dreif á Congressional vellinum.

Í 5. sæti eru sjóliðsforinginn golfspilandi Bill Hurley III og forystumaður gærdagsins Hunter Mahan á samtals 5 undir pari hvor.

Til þess að sjá stöðuna á AT&T eftir 3. dag SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá hápunkta 3. dags á AT&T SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá högg 3. dags á AT&T SMELLIÐ HÉR: