Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 22. 2012 | 22:45

PGA: Tiger Woods vann „Gonzo“ í 1. leik á Accenture heimsmótinu í holukeppni

Í dag hófst í The Ritz Carlton Golf Club, Dove Mountain í Marana, Arizona Accenture Match Play Championship, þ.e. heimsmótið í holukeppni. Tiger Woods hefir lokið 1. leik sínum og vann leik sinn gegn Spánverjanum Gonzalo Fernandez-Castaño, „Gonzo“ 1/0.

„Gonzo“ var búinn að gefa út fyrir leik sinn við fyrrum nr. 1 í heiminum (Tiger) að hann gæti vel sigrað hann, þar sem Tiger væri ekki kominn í sitt besta form. Tiger brást við yfirvegaður og sagði að á yngri árum sínum hefði hann firrtst við slík ummæli en nú væri það bara leikur hans og framfarir, sem hann hefði tekið, sem skiptu máli.  Sigurinn sýnir að Tiger er allur að koma til…  en þegar allt kemur til alls er „Gonzo“ „bara“ í 48. sæti heimslistans… en „Gonzo“ hafði samt rétt fyrir sér að hluta þ.e. að í holukeppni getur allt gerst!

Sjá má stöðuna á Accenture Match Play Championship eftir 1. dag með því að smella HÉR:

Sjá má hápunkta 1. dags á Accenture Match Play Championship með því að smella HÉR: