Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 22. 2015 | 01:00

PGA: Tiger og Hoge efstir í hálfleik

Þar kom að því.

Í fyrsta skipti, í langan tíma er Tiger aftur í fyrirsögnum fyrir að vera í fyrsta sæti.

Að vísu ásamt nýliða, sem ekki nokkur kjaftur þekkir, Tom Hoge, en engu að síður í 1. sæti.

Tiger er búinn að spila á 11 undir pari, 129 höggum (64 65); líkt og Hoge (62 67).

Davis Love III og Chad Campbell eru T-3, 1 höggi á eftir forystumönnunum.

Skyldi Hoge nokkurn tímann hafa dreymt að vera í 1. sæti ásamt Tiger?

Spennandi golfhelgi framundan – skyldi Tiger halda þetta út – eða falla niður skortöfluna?

Til þess að sjá stöðuna á Wyndham Championship SMELLIÐ HÉR: