Ragnheiður Jónsdóttir | október. 8. 2016 | 07:00

PGA: Tiger með á Safeway Classic

Tiger Woods mun snúa aftur til keppni á PGA Tour, skv. tilkynningu frá PGA Tour í gær.

Woods hafði þegar lýst áhuga á að spila í Safeway Open þann 7. september í síðasta mánuði, en ákvörðun hans var ekki formleg fyrr en hann formlega tilkynnti þátttöku.

PGA Tour gaf frá sér fréttatilkynningu nokkrum klst. fyrir lokun skráninga þ.e. kl. 17:00 að bandarískum tíma austurstrandarinnar (ET) og sagði að Tiger tæki þátt í opnunarmóti 2016-2017 keppnistímabilsins í Napa, Kaliforníu.

Á heimasíðu Tiger sagðist hann vonast til að spila á Turkish Airlines Open, á Evróputúrnum, en mótið fer fram 3.-6. nóvember n.k. sem og á Hero World Challenge, 1.-4. desember n.k..

Tiger hafði hins vegar þann fyrirvara á að þátttaka hans væri bundin því í hversu góðu standi hann yrði líkamlega.

Endurhæfingin er komin á þann stað að mér líður vel að smíða áætlanir, en ég á enn mikla vinnu fyrir höndum,“ skrifaði Tiger. „Hvort ég get spilað eða ekki byggist á framförum í bata mínum. Von mín er sú að ég sé tilbúinn að spila.“

Tiger hefir ekki spilað keppnisgolf á æðsta stigi frá því í Wyndham Championship á síðasta ári, 2015, þar sem hann varð T-10.

Spennandi að sjá hvar Tiger er staddur nú?