Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 24. 2017 | 08:00

PGA: Tiger keppir á 1. móti sínu í 18 mánuði n.k. fimmtudag – Myndskeið

Tiger Woods tekur þátt í Farmers Insurance Open mótinu sem hefst n.k. fimmtudag á Torrey Pines.

Þetta er fyrsta PGA Tour mót hans í 18 mánuði og nokkur eftirvænting eftir í hvernig formi nr. 663 á heimslistanum (Tiger) er.

Tiger sjálfur segist spenntur fyrir að taka þátt aftur og honum finnist hann vera að spila vel.

Hann segist þarfnast keppnisgolfs og hlakka til.

Meira um það sem Tiger sagði á blaðamannafundi fyrir mótið  má sjá í meðfylgjandi myndskeiði þar sem  m.a. er fjallað um erfiða 18 mánaða fjarveru Tiger frá keppni  SMELLIÐ HÉR: