Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 28. 2017 | 08:00

PGA: Tiger, Jason Day og DJ voru meðal þeirra sem ekki náðu niðurskurði á Farmers

Núverandi nr. 1 á heimslistanum, Jason Day, fyrrverandi nr. 1 á heimslistanum til langs tíma Tiger Woods og núverandi nr. 3 á heimslistanum, Dustin Johnson (DJ) komust allir ekki gegnum niðurskurð á Farmers Insurance Open.

Tiger er líkt og allir vita að snúa aftur til keppni og þarf nauðsynlega að spila í nokkrum mótum til að koma sér aftur í gang eftir 18 mánaða fjarveru.

Hann hefir á tíma fjarveru sinnar verið að jafna sig eftir 2 bakuppskurði – en bakið er einmitt líka það sem verið er að hrjá núverandi nr. 1 á heimslistanum, Ástralann Jason Day – Hann er e.t.v. að snúa of fljótt til keppni, en bakið þarf tíma til að jafna sig eins og sannast á Tiger.

DJ hefir greinilega haft það of gott í fjarveru sinni, þ.e. vetrarfríi frá PGA Tour og þarf smá tíma að komast í gang – Hann hefir e.t.v. verið of mikið með hugann við að gera tónlistarmyndskeið – Sjá með því að SMELLA HÉR: 

Sjá má skortöfluna á Farmers Insurance Open eftir 2. dag með því að SMELLA HÉR: 

Tiger lék á 4 yfir pari (76 72) og bætti sig um 4 högg milli hringja – en það dugði því miður ekki að þessu sinni – niðurskurðurinn miðaður við slétt par og betra.

Þetta er aðeins í 24. skiptið sem Tiger kemst ekki í gegnum niðurskurð (og aðeins 16. skiptið síðan Tiger gerðist atvinnumaður) í 328 mótum sem Tiger hefir keppt í á PGA Tour.

Það er frústrerandi að hafa ekki haft tækifæri til að vinna mótið,“ sagði Tiger, sem sigraði hefir 8 sinnum á Torrey Pines, sem atvinnumaður.

Í heildinna var þetta betra í dag (þ.e. 2. keppnisdag) en í gær (1. keppnisdag). Ég sló betur, ég púttaði vel aftur. Ég tók fullt af fallegum púttum sem fóru ekki í holu, en ég sló miklu betur í dag (þ.e. á 2. keppnisdegi), sem var næs,“ sagði Tiger loks.

Þó að hann væri enn með nokkrar villtar sveiflur á teig þá bætti Tiger, sem sigrað hefir 79 sinnum á PGA Tour nákvæmni sína úr 4 hittum brautum af 14 í 10 hittar brautir af 14 á 2. hring sínum.

Við lagfærðum nokkur atriði í spilinu í dag, sem var gott,“ bætti Tiger við.

Ég tók nokkur tvist og gerði breytingar á sveiflu minni og stöðu … og það var það sem Joey (kaddý Tiger) og ég vorum að tala um á hringnum.

Við (Tiger og Joey) erum enn ryðgaðir sem lið. Við höfum í raun ekki verið þarna úti að keppa og spila saman. Hann er að sjá leik minn á öðruvísi hraða og öðruvísi tempói.

Við erum að vinna að því að setja saman fyrsta fullskipaða mótsplanið í apríl. Mér fannst eins og ég væri að taka næs framförum og vildi bara að ég hefði verið að spila um helgina því ég virkilega elska þennan golfvöll.“

Það sem var þó e.t.v. mikilvægast fyrir Tiger var að bakið hans, sem tvívegis á tiltölulegum stuttum tíma hefir gengist undir aðgerð stóðst álagið í keppninni.

Tiger fannst hann sterkari en þegar hann spilaði í Hero World Challenge mótinu, þar sem hann er gestgjafi s.l. desember er mótið er ekki opinbert mót á PGA Tour.

Nú vonast Tiger bara eftir að bakið á honum höndli langa flugið til Dubaí, þar sem hann mun spila á Evróputúrnum í næstu viku áður en hann snýr aftur til Bandaríkjanna og spilar á Genesis Open í Los Angeles.

Ég held að það að skera boltann úr röffinu jafnoft og ég var að gera í gær, verandi að pæla í og vona að það myndi ekki valda mér meiðslum (hafi verið gott merki um bata),“ sagði Tiger.

Þetta er langt ferli á morgnanna að reyna að vera tilbúinn og hita sig upp. Það er dagskipunin að halda sér heitum og liðugum. Þetta er eitt af þeim atriðum, sem ég þurfti ekki að fást við áður.“

Að spila í móti er aðeins öðruvísi en að spila með félögunum heima og í golfbíl. Ég verð að ná fleiri hringjum undir beltið, fleiri hringjum (í mótum) og það er það sem ég er að reyna að gera,“ sagði Tiger loks.

Þess mætti að lokum geta að það munaði 3 höggum að Jason Day næði niðurskurði, en hann hefir verið hrjáður af meiðslum í baki líkt og Tiger,  en jafnframt voru aðrir frábærir kylfingar sem ekki náði niðurskurði og munaði 3 höggum t.a.m. Rickie Fowler og Jimmy Walker.

2 höggum munaði að DJ næði niðurskurði og 1 grátlegu höggi að Brooks Koepka og fleiri góðir kæmust í gegn … þannig að Tiger er langt því frá eini stjörnukylfingurinn, sem ekki náði niðurskurði.