Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 8. 2019 | 18:15

PGA: Tiger byrjar illa á Northern Trust

Mót vikunnar á PGA Tour er Northern Trust Open, sem fram fer 8.-11. ágúst.

Tiger Woods byrjar afar illa, en hann kom í hús í dag á 4 yfir pari, 75 höggum og er meðal neðstu manna.

Margir eiga eftir að ljúka hringjum sínum, en ljóst er nú þegar að Tiger verður meðal neðstu manna.

Þegar þetta er ritað (kl. 18:00) er bandaríski kylfingurinn Troy Merrit efstur á 9 undir pari, 62 höggum.

Mörg lág skor eru að sjást hjá þeim, sem lokið hafa hringjum sínum.

Fylgjast má með stöðunni á Northern Trust með því að SMELLA HÉR: