Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 4. 2015 | 07:15

PGA: Tiger aðeins 4 höggum á eftir forystunni í hálfleik – Vegas og Langley leiða – Hápunktar 2. dags

Tiger Woods flaug í gegnum niðurskurð á Greenbriar Classic og er í hópi 14 kylfinga sem eru T-26 og hafa spilað á samtals 5 undir pari (66 69).

Hann og hinir 13 þ.á.m. Bubba Watson, Kevin Na og Ryo Ishikawa eru aðeins 4 höggum á eftir forystumönnunum.

Þeir sem deila forystunni í hálfleik eru nafn sem ekki hefir sést lengi ofarlega á skortöflum PGA Tour en það er Jhonattan Vegas frá Kólombíu og forystumaður 1. dags Bandaríkjamaðurinn Scott Langley.

Báðir hafa spilað á 9 undir pari, 131 höggi; Vegas (66 65) og Langley (62 69).

Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag Greenbriar Classic SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 2. dags á Greenbriar Classic SMELLIÐ HÉR: