Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 31. 2015 | 16:00

PGA: Tiger á 82 í Phoenix á 2. degi

Tiger Woods átti versta hring á ferli sínum á 2. keppnisdegi Waste Management Phoenix Open í gær.

82 högg – versti hringur ferilisins í móti staðreynd!!!!

Hringurinn var ferlegur – það fór allt úrskeiðis sem hægt var að klúðra – drævin hrikaleg – vippin slæleg og púttin afleit.

Ekki sjón að sjá.

Skorkortið var vægast sagt skrautlegt: aðeins 2 fuglar og síðan 7 pör, 6 skollar, 2 skrambar og 1 snjókerling á par-5 15. holunni.

Tiger komst að sjálfsögðu ekki í gegnum niðurskurð – Varð í síðasta sæti á samtals 13 yfir pari ásamt einhverjum Michael Hopper. Ótrúlegt!!!

Á 9. holu 2. hrings var Tiger kominn 12 yfir par - óvenjuleg sjón

Á 9. holu 2. hrings var Tiger kominn 12 yfir par – óvenjuleg sjón

Í New York Times stóð:  „Eftir því sem leið á hringinn voru kveðjur áhorfenda eitthvað á þá leið: „Haltu haus, Tiger!“  oog „Haltu áfram að berjast, Tiger!“   Á lokaholunum fékk Tiger kveðjur svipaðar þær sem sleðamenn frá Jamaíca eða kvenhlauparar frá Írak fá.“