Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 26. 2018 | 07:00

PGA: Tiger á 72 e. 1. dag Farmers – Hápunktar

Tiger Woods sneri aftur til keppni á Farmers Insurance Open, móti vikunnar á PGA Tour og höfðu margir beðið endurkomu hans með eftirvæntingu, en hann hefir verið að fást við þrálát bakmeiðsli og er þetta fyrsta mót sem hann spilar í í langan tíma.

Tiger lék 1. hringinn á parinu, 72 höggum og er T-84 og ekki útséð með hvort hann nái niðurskurði.

Á hring sínum fékk Tiger 3 fugla og 3 skolla.

Efstur í mótinu er Tony Finau á 7 undir pari, 65 höggum.

Sjá má stöðuna á Farmer Insurance Open með því að SMELLA HÉR: 

Sjá má hápunkta 1. dags Farmers Insurance Open með því að SMELLA HÉR: 

Sjá má hápunkta í leik Tigers á 1. degi Farmers Insurance Open með því að SMELLA HÉR: