Tiger Woods
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 2. 2015 | 19:00

PGA: Tiger á 4 undir pari, 66 höggum e. 1. hring Greenbriar Classic

Mót vikunnar á PGA Tour er Greenbriar Classic.

Tiger Woods byrjar vel í mótinu en hann var á 4 undir pari, 66 höggum 1. hringinn á The Greenbriar Classic.

Það hjálpaði aðeins til að það rigndi í morgun á mótsstaðnum, the Old White TPC í Vestur-Virginíu, en við það mýktist völlurinn.

Þetta er lægsti hringur Tiger í langan tíma og aðeins í 4 sinn af 21 hringjum sem hann hefir skilað skori upp á 60 og eitthvað.

Fyrir tveimur vikum skilaði Tiger inn hæsta skori sínu á 36 holum þ.e. á Opna bandaríska en þá lék hann á samtals 156 höggum.

Hann byrjaði á seinni 9 í dag og hristi af sér tvöfaldan skolla og lauk hring sínum með glæsilegum 3 fuglum í röð.

Tiger er 4 höggum á eftir forystumanni mótsins, Scott Langley, sem var á 62 höggum.

Til þess að fylgjast með skorinu á 1. hring Greenbriar Classic SMELLIÐ HÉR: