Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 18. 2018 | 12:00

PGA: „Þetta er þreytandi“ segir Rory – vill takmarka áfengissölu á mótum

Fyrrum nr. 1 á heimslistanum, Rory McIlroy, sem nú er í 3. sæti fyrir lokahringinn á móti vikunnar á PGA Tour, Arnold Palmer Invitational, hefir stungið upp á að takmarka til muna áfengissölu á PGA mótum, þar sem hann varð fyrir óatkvæðisorðum drukkins áhorfanda.

Þetta er þreytandi,“ sagði Rory eftir hringinn í gær og sagðist vera með höfuðverk eftir lætin, niðurdreginn þrátt fyrir frábæran hring upp á 67 högg.

Það var einn náungi þarna sem hrópaði stöðugt nafn konunnar minnar,“ sagði Rory. „Ég var við það að fara yfir til hans til þess að ræða þetta við hann.

Ég veit ekki, mér finnst þetta svolítið of mikið, ef satt skal segja. Mér finnst að þeir verði að takmarka áfengissölu á vellinum eða gera eitthvað við þessu því í hverri viku virðast kvartanir strákanna (á Túrnum) verða háværari.“

Ég veit að fólk vill mæta og skemma sér og ég er því fylgjandi en þegar kommentin verða persónuleg og fólk er æst verður þetta of mikið,“ sagði Rory.

„Það var einu sinni þannig að fólk kom með bjór á völlinn en ekki sterka drykki. Og nú virðast allir vera með kokkteil. Þannig að ég veit ekki hvort það ætti að hverfa aftur til þess að fólk gangi um með bjórdollur í hönum og það er í lagi, ég bara veit það ekki.

Rory, sem fékk 1 örn, 4 fugla og 1 skolla í gær á 3. hringnum bætti við:„... golf er öðruvísi en fótboltaleikur, við höfum siðareglur, við viljum ekki að fólk hætti að koma með börn sín þegar aðrir í kring eru hrópandi. Maður vill að fólið skemmti sér og eigi góðan dag.