
PGA: Steve Stricker efstur þegar Hyundai TOC er hálfnað – Spilaði á 63 höggum!
Steve Stricker sýndi öllum og sannaði af hverju hann er efstur Bandaríkjamanna á heimslistanum, en hann er nú í 6. sæti heimslistans. Jafnframt sýndi hann öllum að stirðleikinn sem hann hefir verið að fást við í hálsvöðvum og kraftleysi í handlegg, virðist ekki há honum. Hann var bara 1 höggi frá því að setja nýtt vallarmet á Plantation golfvellinum í Kapalua á Hawaii í nótt. Golfleikur hans var það næsta við fullkomnun.
Steve Stricker kom í hús á 63 glæsihöggum! Hann spilaði skollafrítt, fékk 8 fugla og örn á par-5 15. brautina. Stricker leiðir nú á mótinu, er á samtals -15 undir pari, 131 höggi (69 62) og á 5 högg á næsta mann, 2. tekjuhæsta kylfing síðasta tímabils, Webb Simpson, sem sýnt hefir mikinn stöðugleika og spilað á 68 báða dagana og er því á 136 höggum, þ.e.-10 undir pari.
Í 3. sæti er síðan enn einn Bandaríkjamaðurinn, Kevin Na, sem skrifaði sig inn í sögubækur í nótt á lokaholum Plantation, þar sem hann fékk 2 erni í röð. Glæsilegra verður það varla! Golfið í nótt var hreinasta flugeldasýning. Kevin er á samtals -9 undir pari, þ.e. 137 höggum (73 64).
Fjórða sætinu deila síðan forystumaður gærdagsins, Jonathan Byrd og Skotinn Martin Laird, báðir á -8 undir pari hvor, þ.e 138 höggum; Byrd (67 71) og Laird (68 70).
Til þess að sjá stöðuna á Hyundai TOC smellið HÉR:
Til þess að sjá högg dagsins; annan af 2 örnum Kevin Na á lokaholum 2. hrings (hér á 18. holunni) smelið HÉR:
Til þess að sjá hápunkta 2. dags á Hyundai TOC smellið HÉR:
- apríl. 16. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ingi Rúnar Birgisson – 16. apríl 2023
- apríl. 15. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (15/2023)
- apríl. 15. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Gerða Hammer og Finnbogi Haukur Alexandersson – 15. apríl 2023
- apríl. 14. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hlín Torfadóttir —— 14. apríl 2023
- apríl. 13. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Jónína Ragnarsdóttir – 13. apríl 2023
- apríl. 12. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðrún Björg Egilsdóttir – 12. apríl 2023
- apríl. 11. 2023 | 17:00 Masters 2023: Ný met Mickelson á Masters
- apríl. 11. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ágúst Elí Björgvinsson – 11. apríl 2023
- apríl. 11. 2023 | 09:00 Masters 2023: Nokkrar skemmtilegar staðreyndir um Masters
- apríl. 10. 2023 | 20:00 25.000 fréttir skrifaðar á Golf1
- apríl. 10. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elín Illugadóttir —-– 10. apríl 2023
- apríl. 10. 2023 | 13:00 Masters 2023: Jon Rahm: „Þessi var fyrir Seve“
- apríl. 10. 2023 | 00:20 Masters 2023: Sam Bennett hlaut silfurbikarinn
- apríl. 9. 2023 | 23:00 Master 2023: Jon Rahm sigraði!!!
- apríl. 9. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hörður Hinrik Arnarson – 9. apríl 2023