PGA: T-4 – Glæsileg byrjun hjá DeChambeau!
Bryson DeChambeau, 22 ára, þykir einhver sá alefnilegasti kylfingur sem fram hefir komið á síðustu missurum í Bandaríkjunum.
Og hann fékk að spila á fyrsta mótinu sínu í PGA tour nú um helgina …. og hann stóð undir væntingum …. varð jafn öðrum í 4. sæti – sem er stórglæsilegur árangur af 1. móti manns meðal allra bestu kylfinga heims.
Hann spilaði lokahringinn á glæsilegum 66 höggum, sem færði honum 4. sætið.
Margir hefðu farið yfir um á taugum bara af því einu að vera að spila meðal þeirra bestu, en DeChambeau er með stáltaugur og frekar óvenjulegt golfsett! Sjá eldri grein Golf 1 um það með því að SMELLA HÉR:
En hann er ekki kominn með kortið sitt á PGA Tour … enn. Hann spilar á undanþágum styrktaraðila og af þeim hefir hann 7.
DeChambeau eyddi einu af þessum boðum styrktaraðila með því að spila á RBC Heritage, en þar sem hann var meðal efstu 10 fær hann sjálfkrafa spilarétt á næsta móti PGA tour, sem er Valero Texas Open. Eftir það ætlar hann m.a. að nýta undanþágur sínar til að spila á Wells Fargo Championship, the AT&T Byron Nelson og the Dean & Deluca Invitational (Colonial).
Fyrir 4. sætið fékk DeChambeau 123 FedEx Cup stig (og feitan tékka upp á $259,600), en aðallega eru stigin mikilvæg því hann þarf að vinna sér inn 361 stig til þess að hljóta tímabundinn spilarétt á PGA Tour – en þá þyrfti hann ekki undanþágurnar því hann fengi að spila ótakmarkað á PGA Tour. (Hann þarfnast sennilega 460 FedEx Cup stig til þess að hljóta PGA Tour kortið sitt beint og þau stig þarf hann að vera búinn að vinna sér inn fyrir lok reglulega keppnistímabilsins í ágúst.
En allt í allt; góð byrjun hjá Bryson DeChambeau!
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
