Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 2. 2016 | 19:00

PGA: Stuard sigraði e. bráðabana á Zurich Classic

Það var Brian Stuard sem stóð uppi sem sigurvegari á Zurich Classic, eftir bráðabana við Byeong-Hun An og Jamie Lovemark.

Allir luku þeir leik á samtals 15 undir pari, 201 höggi og þurfti því að koma til bráðabana.

Spila þurfti par-5 18. holuna á TPC Louisiana tvisvar en eftir leik á 1. holu féll An út og í hitt skiptið féll Lovemark út eftir að hann fékk par en Stuard sigraði með fugli.

Til þess að sjá hápunkta mánudagsins (5. dags) SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá lokastöðuna á Zurich Classic 2016 SMELLIÐ HÉR: