Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 9. 2012 | 06:00

PGA: Stricker í 1. sæti með 5 högga forystu eftir 3. hring á Hyundai TOC á Hawaii

Steve Stricker heldur forystu sinni á þessu 1. móti PGA Tour á 2012 keppnistímabilinu,  Hyundai Tournament of Champions. Stricker er samtals búinn að spila á -19 undir pari, 200 höggum (68 63 69). Hann á 5 högg á næsta mann fyrir lokahringinn, sem spilaður verður í nótt, en heldur óvenjulegt er að mótum á PGA Tour ljúki á mánudögum.

Í 2. sæti er Jonathan Byrd á -14 undir pari, 205 höggum (67 71 67) ásamt Webb Simpson (68 68 69) og Skotanum Martin Laird (68 70 71). Fimmta sætinu deila síðan Bryce Molder og Kevin Na, báðir á -11 undir pari, þ.e. 208 höggum samtals, hvor – þ.e. 8 höggum á eftir Stricker.

Stricker, sem er efstur á heimslistanum af þeim sem keppa verður að teljast sigurstranglegastur og rís því fyllilega undir heimslistasæti sínu.

Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag á Hyundai TOC smellið HÉR: