Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 22. 2015 | 04:45

PGA: Stenson efstur f. lokahring Arnold Palmer Inv. – Hápunktar 3. dags

Það er nr. 3 á heimslistanum, Henrik Stenson, sem er efstur fyrir lokahring Arnold Palmer Invitational.

Stenson er búinn að spila á samtals 16 undir pari, 200 höggum (68 66 66).

Í 2. sæti, 2 höggum á eftir er forystumaður fyrri helming mótsins, Morgan Hoffmann á samtals 14 undir pari, 202 höggum (66 65 71), en hann spilaði 5-6 höggum verr á 3. hring en hann var búinn að gera dagana þar áður og með hring yfir 70 er hann fljótur að missa forystuna!

Fjórir kylfingar deila 3. sætinu: Jason Kokrak, Matt-arnir Every og Jones og Ben Martin, en margir vænta margs af Martin, sem talinn er meðal helstu vonarstjarna Bandaríkjamanna í golfi.  Allir léku þeir sem deila 3. sætinu á 13 undir pari. Einn í 7. sæti á 11 undir pari er síðan Sean O´Hair.

Mörg glæsileg tilþrif sáust á 3. hring s.s. sjá má í hápunktunum hér að neðan, m.a. náði nýliðinn ungi Daníel Berger glæsilegum albatross, Kevin Na setti boltann beint ofan  í holu úr flatarglompu fyrir erni og eins var barnabarn Arnie, Sam Saunders með glæsitilþrif, enda þekkir strákurinn sá Bay Hill eins og r…vasann á sér!

Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag Arnold Palmer Invitational SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 3.dags Arnold Palmer Invitational SMELLIÐ HÉR: