PGA: Stenson efstur f. lokahring Arnold Palmer Inv. – Hápunktar 3. dags
Það er nr. 3 á heimslistanum, Henrik Stenson, sem er efstur fyrir lokahring Arnold Palmer Invitational.
Stenson er búinn að spila á samtals 16 undir pari, 200 höggum (68 66 66).
Í 2. sæti, 2 höggum á eftir er forystumaður fyrri helming mótsins, Morgan Hoffmann á samtals 14 undir pari, 202 höggum (66 65 71), en hann spilaði 5-6 höggum verr á 3. hring en hann var búinn að gera dagana þar áður og með hring yfir 70 er hann fljótur að missa forystuna!
Fjórir kylfingar deila 3. sætinu: Jason Kokrak, Matt-arnir Every og Jones og Ben Martin, en margir vænta margs af Martin, sem talinn er meðal helstu vonarstjarna Bandaríkjamanna í golfi. Allir léku þeir sem deila 3. sætinu á 13 undir pari. Einn í 7. sæti á 11 undir pari er síðan Sean O´Hair.
Mörg glæsileg tilþrif sáust á 3. hring s.s. sjá má í hápunktunum hér að neðan, m.a. náði nýliðinn ungi Daníel Berger glæsilegum albatross, Kevin Na setti boltann beint ofan í holu úr flatarglompu fyrir erni og eins var barnabarn Arnie, Sam Saunders með glæsitilþrif, enda þekkir strákurinn sá Bay Hill eins og r…vasann á sér!
Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag Arnold Palmer Invitational SMELLIÐ HÉR:
Til þess að sjá hápunkta 3.dags Arnold Palmer Invitational SMELLIÐ HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
