PGA: Stefani enn í 1.sæti – Scott og Choi fast á eftir í 2. sæti á Tampa Bay Championship – Hápunktar og högg 2. dags
Nýliðinn á PGA Tour, Shawn Stefani heldur forystu eftir 2. dag Tampa Bay Championship…. en Ástralinn Adam Scott fylgir fast á hæla honum.
Stefani er búinn að spila á samtals 7 undir pari, 135 höggum (65 70). Aðeins 1 höggi á eftir koma svo Scott og reyndar líka KJ Choi, frá Suður-Kóreu, á 6 undir pari, 136 höggum; Scott (70 66) og Choi (69 67).
Fjórða sætinu deila Jason Dufner, Harris English, Brian Harman og Peter Tomasulo, 2 höggum á eftir Stefani á samtals 5 undir pari, 137 höggum hver.
Tag Ridings og Sergio Garcia deila 8. sætinu á samtals 4 undir pari, hvor. Fyrrum nr. 1 á heimslistanum, Luke Donald er T-31 á sléttu pari.
Meðal þess markverðasta á 2. hring Tampa Bay Championship var að tvöfaldur risamótsmeistari John Daly tókst að slá 10 högg á par-4 3. holunni (þeirri 12. á hring Daly) sem varð til þess að hann náði ekki niðurskurði. Þetta er í 15. skipti sem Daly tekst að slá a.m.k. 10 högg á eina holu á ferli sínum á PGA mótaröðinni bandarísku.
Aðrir sem ekki náðu niðurskurði eru m.a.: Louis Oosthuizen, YE Yang, Camilo Villegas, Ryo Ishikawa og Martin Kaymer.
Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag Tampa Bay Championship SMELLIÐ HÉR:
Til þess að sjá hápunkta 2. dags á Tampa Bay Championship SMELLIÐ HÉR:
Til þess að sjá högg 2. dags á Tampa Bay Championship, sem Luke Donald átti á par-4 16. holunni SMELLIÐ HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
