Ragnheiður Jónsdóttir | október. 8. 2017 | 23:59

PGA: Steele varði titil sinn á Safeway

Það var Brendan Steele sem sigraði á Safeway Open 2. árið í röð.

Steele lék á samtals 15 undir pari, 273 högg (65 67 72 69).

Í 2. sæti varð Tony Finau á samtals 13 undir pari; 3. sætinu deildu Phil Mickelson og Chasson Hadley á samtals 12 undir pari, hvor og loks var forystumaður 3 fyrstu dagana í mótinu Tyler Duncan í 5. sæti ásamt kanadíska kylfingnum Graham DeLaet á samtals 11 undir pari, hvor.

Til þess að sjá hápunkta 4. dags á Safeway Open SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá lokastöðuna á Safeway Open SMELLIÐ HÉR: