Ragnheiður Jónsdóttir | október. 17. 2016 | 00:01

PGA: Steele stal sigrinum

Það var bandaríski kylfingurinn Brendan Steele, sem stóð uppi sem sigurvegari á Safeway Open.

Hann lék á 18 undir pari, 270 höggum (67 71 67 65) og átti 1 högg á þann sem varð í 2. sæti, Patton Kizzire.

Fjórir kylfingar deildu síðan 3. sætinu, á samtals 16 undir pari, hver: Scott Piercy, Michael Kim, Paul Casey og Johnson Wagner.

Sjá má hápunkta lokahrings Safeway Classic með því að SMELLA HÉR: 

Sjá má lokastöðuna á Safeway Open með því að SMELLA HÉR: